Um MigGestabókMyndirMeðlimirE-mailGamalt
fimmtudagur, ágúst 26, 2004
Við spiluðum tvo tónleika á Palace fyrir tveimur vikum síðan. Eins og er eru engir tónleikar á dagskrá en við vorum vonandi almennilega í gang fljótlega. Einnig er síðan ennþá tiltölulega ókláruð.

Til að friða þær milljónir aðdáanda okkar sem bíða eftir að heyra frá okkur höfum við ákveðið að birta mynd af tónleikunum á Palace, vissulega mun enginn heyra frá okkur vegna þess en það verður óþarfi þegar það er tekið til greina hversu mikil augnakonfekt við erum jú allir:

.

fimmtudagur, júlí 29, 2004
Nú hefur þessi síða sem og hljómsveitin Palindrome legið í dvala um nokkra hríð, að undanskildum hljómleikum í Norðurkjallara MH í mars hefur ekkert gerst síðan í janúar. Ástæðan er sú að við vorum að leita að rétta bassaleikaranum. Nú hefur hann vonandi verið fundinn og það er okkur ánægja að tilkynna að nýi bassaleikarinn í Palindrome er Dagbjartur, einnig þekktur sem Dabi með einu b-i.

Þá fer "boltinn" loks að rúlla og munum við vígja nýja bassaleikarann með tónleikum á Palace þann 12.ágúst og halda síðan rakleiðis til Akureyrar þar sem við munum halda skemmtilega tónleika með skemmtilegum böndum laugardagskvöldið 14.ágúst. Þar verða einnig hljómsveitirnar Kingstone, Noise og Lokbrá.

Síðan verður svo uppfærð fljótlega með upplýsingar um meðlimi o.fl. Hönnuður síðunnar er að venju hin hæfileikaríka Dóra Gígja Þórhallsdóttir. Hér er síðan hennar.

fimmtudagur, desember 18, 2003
Tónleikar annað kvöld á 22, við í Palindrome verðum þar ásamt Coral, Ísidor og Hydrus.

Þeir hefjast klukkan 8 og er 18 ára aldurstakmark en ókeypis inn.

fimmtudagur, nóvember 13, 2003
Við spiluðum á söngvakeppni FB á nasa í gær og tókum þar tvö lög. Það var ágætt.

þriðjudagur, nóvember 04, 2003
Nú erum við komin með nýja heimasíðu sem er bersýnilega á slóðinni http://emordnilap.tk sem er eins og glöggir munu taka eftir Palindrome afturábak, en Palindrome þýðir einmitt eitthvað sem er eins afturábak og áfram og er því þessi slóð epísk og margslungin.

Hönnunin á þessari síðu var í höndum Dóru Gígju sem bloggar á síðunni www.draumaheimur.blogspot.com

Með tíð og tíma munu svo bætast við upplýsingar um meðlimi, saga sveitarinnar kannski einhver demó og fleira því um líkt.

--------------

Palindrome hefur nú spilað á tveimur tónleikum undir þeirri nýju meðlimaskipan sem er skrifuð hér fyrir neðan. Þeir fyrstu voru í Hinu Húsinu þann 9.október ásamt Doddanum og Noise sem voru einmitt að gefa út sína fyrstu breiðskífu. Við Palindrome meðlimir óskum þeim til hamingju með það.

Hinir seinni voru síðastliðinn fimmtudag (30.október) á De Boomkikker ásamt Oblivious og Indega.

Næst munum við spila tvo lög á Söngvakeppni FB sem verður haldin á Nasa þann 12.nóvember.

þriðjudagur, október 21, 2003
Nýjasta meðlimaskipan Palindrome sem spilaði í fyrsta skipti á Hinu húsinu er eftirfarandi:

Valdís, Bassi
Magnús, Trommur
Guðjón, Gítar og söngur

Meira um það síðar.

fimmtudagur, apríl 03, 2003
Tónleikarnir í kvöld byrja á slaginu 10 og þá stígum við fyrstir á stokk, Gunnar trommari verður leystur af öðrum gítarleikara Bob, Matta. Þeir eru haldnir á Gauk á Stöng og gott ef það er ekki 18 ára aldurstakmark.

Þeir sem spila auk okkar verða:

Fræbbblarnir, SSSól, Bubbi, Suð, Miðnes og Barbarossa.